Translate

Wednesday, March 28, 2012

Norska settið

Ég prjónaði þetta sett á Kára Stein, minnir að þetta sé verkefni nr. 3 hjá mér eftir að ég byrjaði að prjóna.  Já , ég reyni dálítið að ögra sjálfri mér i prjónaskapnum.

Þegar ég var komin langleiðina upp að ermum fattaði ég að það ætti að klippa fyrir ermunum og ég bara svitnaði því það kunni ég ekki.  Ég ákvað samt að klára prjónaskapinn og vonandi gæti einhver hjálpað mér.  Loksins eftir langan tíma hitti ég eina æðislega sem hjálpaði mer ( lesist gerði þetta fyrir mig ) og ég gat farið að nota settið á litla kútinn :)

Þetta sett er prjónað ur lanetull og prjóna nr. 2,5 ( enda tók það langan tima ).

No comments:

Post a Comment