Translate

Tuesday, March 27, 2012

Lopi

Ég hef verið að prjóna lopapeysur undanfarið og er robotryksugan farin að kvarta. Hún gafst svo upp i dag þannig að ég þurfti sjálf að fara yfir gólfið með stóru ryksuguna þar sem lopinn sem leggst yfir allt gólfið hafði svoleiðis fyllt robotinn að hann fór í nett verkfall.

Allavegana þá er ég núna að prjóna lopapeysu á Kidda, búin með búkinn og ermarnar og er byrjuð á mynsturbekknum. Það finnst mér skemmtilegasti hlutinn af peysunni, þá er líka svo litið eftir af peysunni hehe.

Ef þið vitið um einhvern sem vantar að láta prjóna lopapeysu þá megið þið hafa mig i huga :)

No comments:

Post a Comment