Translate

Saturday, May 19, 2012

Ó pavlova !

Ég fann uppskrift af þessari dýrindis pavlovu, ég er svo hrifin af pavlovum :)  Þessi er algjört nammi og dálítið mikill töffari hehe.  Í kökunni  sjálfri er daim súkkulaði og í kreminu er toblerone og mascarpone rjóma krem, algjört æði.


Pavlova :

5 eggjahvítur
200g púðursykur
1 msk kartöflumjöl / maismjöl
1 tsk hvítvínsedik
1 poki daimkúlur

 • Hitið ofninn 150°C
 • Teiknið hring á bökunarpappír.  Ég notaði hring af smelluformi til að móta hringinn.
 • Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða hálfstifar
 • Blandið púðursykrinum saman við smátt og smátt og þeytið áfram þar til marensinn myndar stífa toppa og gætið þess þó að þeyta ekki of lengi.
 • Þeytið að endingu kartöflumjöli eða maimjöli saman við, ásamt ediki og blandið daimkulunum saman við með sleikju.
 • Setjið marengsin á bökunarpappírinn og hafið smá laut í miðjunni.
 • Bakið i miðjum ofni i um 1 klst
 • Slökkvið þa á ofninum og látið pavlovuna standa óhreyfða í amk hálftima áður en hún er tekin út og latin kólna á grind.
Mascarponerjómi

150g toblerone
200g mascarponeostur
200 ml rjómi

 • Bræðið 125g toblerone gætilega yfir vatnsbaði
 • Hrærið þvi saman við ostinn.
 • Stífþeytið rjómann og blandið honum saman við með sleikju
 • Hrúgið blöndunni á miðja pavlovuna
 • Saxið afganginn af tobleronesúkkulaðinu og dreiðið fyri kökuna.
Bkaið i miðjmum

No comments:

Post a Comment