Translate

Tuesday, May 15, 2012

Tjú tjú



Eins og ég hef sagt áður þá var þemað, lest, tommy the train og blár.  Þá var ekkert annað í stöðunni en að baka eina lest :)  Ég var svo heppin að fá lánað lestarform frá Wilton og þá var ekki aftur snúið.
Ég notaði skúffukökuuppskriftina mina góðu. Siðan bakaði ég kökuna.

Þetta eru 2 helmingar og eg skelli þeim saman og limi saman með smjörkremi.
Siðan þek ég kökuna með smjörkreminu bláa.
Ég kaupi sykurmassann frá Allt í köku eins og svo margt annað sem ég nota í kökugerðina.
Svo hnoða ég litina inn í sykurmassa.
Bláa litinn er Sugarflair gellitur  baby blue frá Allt í köku
Rauði liturinn er Sugarflair gellitur christmas red frá Allt í köku, til að fá rauða litinn þarf að nota örlítið af gulum með, annars verður liturinn alltaf bleikur
Guli liturinn er wilton litur golden yellow frá húsasmiðjunni
svarti liturinn er Sugarflair fljótandi litur super black og kakóduft
 Síðan er sykurmassinn flattur ut og skellt a kökuna, motað að vild.  Passa bara að sykurmassinn þornar ef hann er skilinn eftir frammi a borði og þá harðnar hann.  Þannig að geyma sykurmassann i poka eða plasti meðan ekki er verið að nota hann.









1 comment: