Translate

Monday, May 14, 2012

Afmælisveislan

Held að ég hafi einhvern tíman sagt frá því áður en mér þykir afskaplega gaman að baka :)  Auðvitað notaði ég tækifærið eins og svo oft áður og bakaði fyrir afmælið hans Kára Steins :)  Þemað hjá honum voru lestir og fór ég dálitið eftir Tomma lest.Blátt, lestir voru málið í ár.  Mjög skemmtilegt þema og ég fékk útrás fyrir litagleðina :)
Að sjálfsögðu bakaði ég 2 tegundir af bollakökum, toblerone og vanillu.Ég bakaði lika daim pavlovu með toblerone-mascarpone rjóma


Síðan kom afmæliskaka

Sleikjó kökur eða á ensku popcakes


Svo bakaði ég bollur sem sjást hér í skál.Uppskriftirnar koma inn næstu daga :)No comments:

Post a Comment