Barnaafmæliskakan ( gestgjafinn 11. tbl 2007 )
10-12 sneiðar
250g smjör, mjúkt
300g sykur
4 egg
1 1/2 tsk lyftiduft
2 1/2 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
1/2 -1 tsk matarlitur, ég notaði bláan
1/2 dl kakó
2 msk mjólk
- Hitið ofninn i 160°C
- Klæðið 22 cm form með smjörpappír
- Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt
- Bætið eggjum útí, eitt í einu og hrærið vel saman.
- Setjið hveiti, lyftiduft, mjólk og vanilludropa út í og hrærið saman.
- Skiptið deginu í 3 hluta. Setjið matarlitin ut i einn hlutann, kakó og mjólk i annan og sá þriðji heldur sínum ljósa lit.
- Setjið kúfaðar matskeiðar af deiginu í formið, alla þrjá litina til skiptis þar til það klárast.
- Teiknið nokkra hringi með prjóni, athugið að fara alla leið niður í botninn.
- Bakið kökuna í 50-60 min.
2 eggjahvítur
250g sykur
2 tsk síróp
1/4 tsk cream of tartar
1 tsk vanilludropar
- Blandið eggjahvítunum, sykri, síróp og cream of tartar saman í skál.
- Þeytið kremið meðalhratt saman i skál yfir vatnsbaði með handþeytara í 4 mín.
- Takið skálina af hitanum og þeytið áfram í 3-4 mín.
- Bætið vanillu út i og hrærið aðeins áfram.
- Ef þið viljið setja matarlit út i kremið þá er gott að setja litinn út i um leið og vanilluna.
- Setjið plastfilmu yfir kremið ef þið notið það ekki strax.
Hér sést hvernig kakan er áður en frosting kremið var sett á kökuna
þessa langar mig að prófa :)
ReplyDeletekv. Hrönn
Svakalega ertu dugleg að baka! Þetta eru allt svo flottar og girnilegar kökur :)
ReplyDeleteVá, en flott! En mig langar að sjá innan í hana :D Hvernig litu sneiðarnar út?
ReplyDeleteÞær litu auðvitað mjög vel út, litirnir brúnn, hvítur ( kremaður ) og blár blönduðust saman eins og í marmaraköku.
ReplyDelete