Translate

Monday, May 28, 2012

Stór strákur

Í seinustu viku átti sér stað sá merkisviðburður að Víkingur Atli , stóri strákurinn minn , útskrifaðist úr leikskólanum sínum Sólborg.  Reyndar hættir hann ekki strax, ekki fyrr en í ágúst en þarna var útskriftin svo allur hópurinn myndi vera samankomin :)  Útskriftin var frábær og drengurinn okkar var heldur betur montinn með sjálfan sig og þessari sýningu.


 Fyrst sungu þau lag við ljóðið Þúsaldaljóðið en þau hafa verið að vinna við það í vetur og bjuggu til þessa flottu útskriftarmöppu með verkefnum vetrarins og einnig var þar að finna myndir og minningar úr leikskólanum.
Síðan voru þau kölluð eitt af öðru og færð útskriftarmöppuna og tekið í höndina á þeim og þeim óskað til hamingju með útskriftina og þau þökkuðu öll fyrir sig ( eitt í einu ) með háu Takk .
Siðan sungu þau með táknum og hljóðum lagið Traustur vinur.  Ferlega flott hjá þeim.  Yndislegir gítartaktarnir hjá syni mínum. 
Neyta því ekki að mamma ég var ansi meyr við þetta hehe.Sama dag og útskriftin var fór stóri strákurinn okkar á kynningu á skólanum sínum.  Hann var ofurspenntur yfir heimsókninni og hlakkaði mikið til.  Samt var þetta ansi ógnvekjandi og fullorðins þannig að það var mjög gott að hafa mömmu sína og pabba með sér þegar hann fór í fyrsta sinn inn í kennslustofuna.


Tíminn liður stundum allt of hratt.

No comments:

Post a Comment