Translate

Thursday, May 31, 2012

Uppáhaldshornið mitt

Ég á 2 uppáhaldsstaði í íbúðinni minni, báðir tengjast áhugamálunum mínum :)   Mig langar að sýna ykkur annað hornið mitt sem ég á alveg sjálf :)


Það er yndislegt að standa þarna og baka.  Ég á þetta horn og þennan glugga.  Þetta er svo bjart horn og glugginn er yndislegur að horfa út um, alltaf fólk á ferli, krakkar úti og svo er stutt í skólann þannig að það er líf og fjör í kringum okkur. 

Bóndabærinn sem sést í þarna á myndinni er rosalega flottur.  Hann er eftir Önnu Maríu Benediksdóttur og hægt að fá í hvítum og svörtum , veit ekki með fleiri liti.  Ég nota hann sem kertastjaka, set stór sprittkerti í hann fyrir aftan gluggana og þá kemur svo falleg birta. 
Glerkrukkuna fann ég i húsasmiðjunni og er svona að spá hvað ég eigi að hafa í honum :)  Hrærivélina fengum við í brúðkaupsgjöf frá ömmu hans Kidda og hún er mikið notuð :) 
Rosendahlkrukkurnar fengum við i jólagjöf og þær eru svo fallegar. 

Mig langar í slá á vegginn fyrir aftan hrærivélina til að geta haft þar helstu áhöldin sem ég nota við baksturinn og fá annan lit á flísarnar.  Hugsa um litinn og hvað við gerum í þvi þegar við látum sprautulakka eldhúsinnréttinguna en núna er hún dökkblá ( Sem er allt i lagi ) og ljós gul.

Af öðru þá er ég að koma svölunum mínum í sumarskap, búin að kaupa sumarblóm og er á fullu að setja ofan í potta.  Þarf reyndar að fá nýjar festingar fyrir svalapottana því handriðið er of breytt fyrir þær festingar sem ég er búin að kaupa.  Voðalega er úrvalið lítið fyrir svona langa potta sem hægt er að festa á svalahandrið.  Kiddi lagaði grillið í gærkvöldi og þá er bara eftir að þvo svalagólfið og útvega hillu eða kistil sem má ekki vera of stór þvi svalirnar eru litlar. En það er efni i annan pistil  :)


No comments:

Post a Comment