Translate

Monday, May 14, 2012

Sveitaferð

Á afmælisdaginn hans Kára Steins var sveitaferð með leikskólanum og við hjónin fórum að sjálfsögðu með drengjunum okkar í sveitina til að skoða dýrin.

Kári Steinn var EKKI hrifin af dýrunum en Víkingur er orðinn aðeins hugrakkari og þorði að halda á lambi, hvolpi og kanínu :)
Ferðin byrjaði vel og allir voða spenntir að fara að skoða dýrin. Kári Steinn var mjög spenntur og ánægður enda varð hann 3ja ára þennan morgun.

Kára Steini leist ekki nógu vel á dýrin en þau voru mjög skemmtileg þegar þau voru langt frá honum og inni í búrum.


Vikingur var ansi duglegur að vilja koma við dýrin og hræðslan hans við dýr er vonandi að hristast af honum

No comments:

Post a Comment