Translate

Wednesday, May 2, 2012

krydd i tilveruna

Eitt af þvi auðveldara og goða sem ég geri oft en samt aldrei nógu oft er kryddbrauð.  Ég hef verið að leika mér með það og skipta út og prófa eitthvað nýtt með það en yfirleitt  enda ég alltaf i þessari uppskrift.  Fjölskyldunni finnst þetta líka mjög gott og þetta er eitt af því sem tilheyrir aðventunni og lika allan ársins hring.

 Kryddbrauð
Hráefni :
  • 3 bollar Haframjöl
  • 3 bollar hveiti ( eða spelt )
  • 2 bollar sykur ( eða hrásykur )
  • 2 tsk lyftiduft ( eða vínsteinsduft )
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk kakó
  • 1 tsk negull
  • 1 tsk engifer
  • 3 bollar mjólk ( hægt að nota soyamjólk, hrísmjólk eða möndlumjólk )

Aðferð :

  • Allt sett i skál og blandað saman
  • Hitað í ofni á 200°C Í 1 klst.

    Ein uppskrift hjá mér dugar i 2 brauð

No comments:

Post a Comment