Translate

Monday, May 21, 2012

Lítið Kára herbergi

Nú erum við næstum þvi buin að gera herbergið hans Kára Steins eins og við viljum hafa það ( og lika hann ).  Það er ansi erfitt að finna það sem við viljum þvi ég vildi ekki hafa það of væmið og krúttlegt ( lesist ungbarnalegt ) og heldur ekki of harkalegt.  Herbergið er enn i vinnslu en það sem a eftir að koma er ekki komið i leitirnar enn.
Kári Steinn fékk nýtt rúm í afmælisgjöf og er hann súperánægður með það.  Lestarlímmiðann fékk hann ömmu sinni Hósý en dýralimmiðann fékk hann frá ömmu sinni Ásu.

A hillunni er samansafn af hinu ýmsum hlutum.  Hann er með snigilsparibauk sem Víkingur á ( Vikingur fékk eitt sinn frá langömmu sinni Inger og langafa sínum Benna ), silfurrammi ( með einhverju öðru barni, gleymi alltaf að setja mynd af prinsinum í hann ) sem hann fékk í skírnargjöf, skartgripaskrín sem Víkingur fékk eitt sinn, fyrstu skórnir pabba síns og svo að lokum mynd af prinsinum.

Hvíti bangsinn sem er i horninu er gamli bangsinn minn sem ég fékk þegar ég var 10 ( fékk hann frá ömmu Inger og afa Benna þegar þau komu frá ameríku ), Snjókarlinn og litli hundurinn er gjöf frá ömmu Inger en hún prjónaði þá. 
Hér sjást nokkrir af dýralímmiðunum ( reyndar ekkert rosalega vel ) en sætir eru þeir og pjakkurinn mjög svo ánægður með þá.
Væri gaman að fá viðbrögð , hvernig finnst ykkur og viljið þið sjá meira?




1 comment: