Translate

Monday, April 2, 2012

Verkefni i vinnslu

Ég segi stundum að ég sé ofvirk i prjónunum en ég get bara alls ekki haldið mig við að hafa bara 1 verkefni i einu.  Þessa stundina er ég með 3 i vinnslu og nokkur sem ég þarf bara að klára ; /. 

Þessa dagana er ég að prjóna lopapeysu á hann Kidda minn, peysuna Frost úr Lopi 29.  Ég er að prjóna nærboli á Víking Atla ( uppskrift og garn frá Litlu prjónabúðinni ) og svo barnateppi sem ég fékk einhversstaðar frá.  Barnateppið verður fyrir Víking Atla en honum vantar teppi fyrir bangsana sína.

Það eru svo nokkru verkefni á verkefnalistanum sem verður gripið í meðan engin pantar peysu af mér.

Hér sést barnateppið í páskabúngi.  Prjónar nr. 3 , kambgarn þannig að þetta verður eilífðarverkefni enda hef ég það með mér út um allt og gríp í það þegar ég hef tíma til þess.  Bókin sem er þarna er ein af fallegustu barnabókum sem ég hef séð.  Keypti hana i fyrra á flugvellinum í Boston en hú er eftir Jan Brett.
Hér sést í nærbolinn sem ég er að prjóna á Víking Atla.


No comments:

Post a Comment