Translate

Tuesday, April 17, 2012

Eplakakan

Ég fékk nokkrar vinkonur ( 2 nánar tiltekið  ) í heimsókn seinasta föstudagskvöld.  Við spiluðum mjög skemmtilegt spil, mér fannst það allavegana mjög skemmtilegt enda vann ég það hahaha.  Það heitir Qwirkle og núna langar mig mikið í það ;)  Eg bakaði auðveldustu eplakökuna sem til er og Steinunn vinkona kom með ís ( passar best við heita eplaköku ) en Margrét Vala kom með spilið. 



Uppskriftin :

5 rauð epli eða þau epli sem ykkur líkar og fyllir í botninn á eldföstu formi

100g smjör
100g hveiti
100g sykur

1. Smyrjið eldfastaformið
2. Fyllið botninn af eplabitum
3. stráið kanil, möndlubitum, sukkulaði eða þvi sem ykkur likar yfir eplin
4. blandið saman smjöri, hveiti og sykri og setjið yfir eplin
5. Inn i ofn 180°C heitan í 45-60 min
6. borðið með ís eða rjóma

Verði ykkur að góðu

No comments:

Post a Comment