Translate

Tuesday, April 24, 2012

Ganga frá

Að ganga frá endum og lykkja saman undir höndum er eitt af því leiðinlegasta sem ég geri í prjónaskapnum.  Ég dreg það út í hið óendanlega ( segi það nú ekki því ég klára þetta alltaf á endanum ).  Í gær settist ég niður og kláraði lopapeysuna sem ég hef verið að prjóna handa Kidda.  Mjög ánægð að vera búin með hana.  Næst á dagskrá er að þvo hana ( það er hlutverkið hans Kidda ), kaupa rennilás á hana og fara með hana til tengdó sem ætlar að sauma hana og klippa :)  Þá getur minn elskulegi eiginmaður farið að nota peysuna sína :) 

Svo er ég með nokkur verkefni inni i skáp sem ég þarf að fara að klára, eilifðarverkefni en núna ætla ég fara að klára þau eitt af öðru.  Þá fæ ég líka meira pláss í skápnum.

No comments:

Post a Comment