Translate

Friday, April 20, 2012

Sumardagurinn fyrsti


Loksins , loksins, loksins er sumarið komið :)  Verst að missa alveg af vorinu en svona er þetta bara hér á fróni, ekkert vor né haust bara vetur og sumar.  Í ár fraus vetur og sumar saman og það á að þýða eitthvað gott, ég vona það allavegana.

Við fjölskyldan náðum að gera heilan helling i dag og drengirnir alveg uppgefnir eftir daginn en afskaplega ánægðir.

Þeir fóru út að hjóla , svo heimsóttu þeir frænkur sínar, horfðu á föðurbróður sinn í fótbolta í Kórnum, fóru í fjölskyldugarðinn og í kaffi og kökur heim til ömmu sinnar Ásu.


No comments:

Post a Comment