Translate

Wednesday, January 30, 2013

Beikonýsa að hætti Birnu

Fiskrétturinn sem ég var með í síðustu viku var beikonýsa.  Er í þvi að ögra mér þessa dagana og prófa nýjar uppskriftir og ég játa það fúslega að það er mjög skemmtilegt.  Fann þessa uppskrift á uppskriftarvefnum hennar Birnu



Hér er uppskriftin

Beikonýsa

Ýsa
Létt beikon og skinkusmurostur
Mjólk
Blaðlaukur
Beikonsneiðar
Rifinn ostur
Grænmetissalt og pipar

Byrjið á því að hita ofninn í 200°C. Þurrsteikið beikonið þannig að það verði stökkt og myljið í litla bita. Bræðið ostinn í mjólkinni við vægan hita. Skerið fiskinn í bita og leggið í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Skerið blaðlaukinn í litla bita og stráið yfir ásamt beikonbitunum. Hellið beikonsósunni yfir fiskinn og stráið rifnum osti yfir. Eldið í ofni í 30 mínutur.

 

No comments:

Post a Comment