Translate

Thursday, January 10, 2013

Matarblogg

Oft lendi ég í þvi að gefast upp á að gera einhvern rétt því ég hef eiginlega ekki getað ( nennt ) að umreikna frá enskum/ ameriskum uppskriftum yfir í "íslenskar" mælieiningar.  Svo var það í gærkvöldi þegar ég var að flakka um fésbókina þá rakst ég á matarblogg sem heitir unnurkaren.com.  Þar er alveg fullt af spennandi uppskriftum sem mig langar að prófa bæði matur og bakstur :)  Ég setti bloggið inn í góð blogg og þar er hægt að fylgjast með þegar ný blogg koma frá þeim bloggurum sem ég er að fylgjast með :)

Hún Unnur Karen sem heldur úti þessu bloggi er með fébókarsíðu sem heitir Hér er matur um mat .  Þar segir hún frá stórsniðugri síðu sem er full af allskonar upplýsingum, bæði sem tengjast mælieiningum en einnig hversu lengi á að elda allskonar kjöt og þess háttar.  Hérna er síðan .  Njótið.

Þið fáið því miður engar myndir í dag frá mér þar sem matargerðin hefur ekki verið mikil hjá mér seinustu daga.  Eiginmaðurinn bjó til pizzu í gær og í dag keypti ég fisk rétt af fisksalanum á Háaleitisveginum ( í miðbæ ).  Ljómandi góður réttur, langa og ýsa í mango-chilisósu.  Hinsvegar var hann ansi sterkur þannig að strákarnir borðuðu ekki mjög mikið fyrst en fóru að borða vel eftir að ég setti stjörnukerfið i gang aftur haha ( já svona er þetta stundum ).

No comments:

Post a Comment