Translate

Tuesday, January 15, 2013

Milla :)

Eitt af því skemmtilegra sem ég prjóna eru kjólar, hvort sem það eru ungbarnakjólar, stelpukjólar eða fullorðinskjólar ( geri samt minnst af þessum fullorðins ).  Flestir kjólarnir sem ég hef prjónað hafa endað í pakka handa þeim stelpum sem við þekkjum en 2 eru hér heima.  Ég er með einn kjól sem ég á eftir að setja saman og klára og vonandi næ ég því fyrir sumarið svo ég geti notað hann þá , já það er kjóll á mig.  Svo er ég með pínulítinn uglukjól sem ég einfaldlega tími ekki að láta frá mér. 

Í einni af ferðum mínum niður í Litlu prjónabúðina fann ég uppskrift af sætum ungbarnakjól.  Ungbarnakjóllinn Milla.

 
Fékk myndina lánaða af facebooksíðu Litlu prjónabúðarinnar.
 
Ég valdi fallegan blá / blágrænan lit á kjólinn því ég gat sjálf ráðið litnum.  Þessi kjóll er ekki ákveðinn fyrir einhverja litla stelpu, kannski endar hann hjá mér, kannski endar hann í pakka eða kannski endar hann í söluhorninu mínu, hver veit - kemur í ljós seinna.
 
 
 
 

1 comment:

  1. Þetta er æðislegur kjóll væri alveg til í aðgera hann á litlu mína. Alltaf gaman að kýkja við á bloggið þitt, bestu kveðjur mAs systur

    ReplyDelete