Translate

Wednesday, January 2, 2013

Gleðileg nýtt ár.......

......... megi það verða farsælt og gleðiríkt fyrir okkur öll.   Hlakka til að skoða matarblogg, prjónablogg og önnur skemmtileg blogg sem ég skoða MJÖG reglulega.  Verkefni ársins er að prjóna skemmtilegar flíkur, bæði flíkur sem hafa verið pantaðar hjá mér og svo flíkur sem lenda í gjafaumbuðum hjá mér og öðrum.  Ég ætla að prófa nýjar uppskriftir bæði í mat og bakstri og þið munuð oftar en ekki sjá árangurinn hér :)  Ég hlakka til að takast á við nýjar áskorarnir bæði í prjónaskap, bakstri, matreiðslu, föndri sem og myndatöku.
 
Gamla árið var sprengt upp hér á bæ með glæsibrag en bóndinn og elsti sonurinn fóru út í garð með raketturnar.  Pabbinn kynnti Víkingi fyrir flugeldunum og ég hugsa að hér eftir komumst við ekki upp með að horfa bara á flugeldana haha. 
 
Eftir æðislegan mat heima hjá tengdaforeldrum mínum héldum við heim á leið og gerðum allt tilbúið fyrir huggulegt gamlárskvöld með móður minni og bróður.  Káralingur sofnaði yfir áramótaskaupinu og við máttum halda Víkinginum við efnið svo hann myndi ekki sofna líka en mikið var hann glaður yfir því að það væri komið nýtt ár.  Honum fannst líka alveg stórmerkilegt að það væri komið nýtt ár hjá öllum í einu hehe.
 
Fyrsta blogg ársins á enda, meira á morgun :)

No comments:

Post a Comment