Translate

Thursday, January 3, 2013

Hanna Bára og Alda

Loksins loksins loksins komst kjóllinn Alda i hendur vinkonu minnar.  Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Kanada og seinasta sumar eignuðust þau 3ja gullmolann sinn hana Hönnu Báru.  Ég prjónaði á þá litlu kjól en það tók svo timana tvenna að koma kjolnum til hennar.  Ég notaði svo tækifærið um daginn þegar þau komu hingað til landsins í jólafrí.  Þau voru svo indæl að taka mynd af snótinni í kjólnum fyrir mig og gáfu leyfi til að birta þær hér á blogginu.

 
Er hún ekki fin og yndisleg..?
 
Kv. Prjónarós

1 comment: