Translate

Friday, January 11, 2013

Prjóna prjóna prjóna

Ég fór í litlu prjónabúðina áðan og úff mig verkjar bara í handlegginn að geta ekki prjónað neitt að ráði.  Yndislegt garnið sem er þarna.  Sá svo sætt silkigarn sem er alveg dúnmjúkt og svooooo fallegt á litinn.  Stóðst ekki freistinguna og keypti smá, Víkingur Atli fékk að velja litinn og hann valdi hvítan sem er mjög hentugt :)

 
Þegar ég verð orðin góð í hendinni eftir aðgerðina þá mu þessi húfa fara á prjónanna , uppskriftin er í lopi og band, ungbarnablaðið.  Húfan og vettlingarnir eru einmitt úr þessu yndislega silkigarni sem ég keypti, það heitir Jaipur fino og er 100 % morbærsilke/ mulberry silk. 
 
Af öðru prjónafréttum er að ég er að prjóna eða reyna að prjóna karlmannslopapeysuna Frost fyrir vinkonu mína ( eða manninn hennar ) , gengur hægt en ég vooooona svo sannarlega að ég nái að klára hana fyrir mánaðarmótin.  Ég er að prjóna hana úr 2x plötulopa í stað álafosslopa sem var áskorun fyrir mig því ég er svo vön að prjóna alveg 100 % eftir uppskriftum ;)
 
Svo er ég líka með ungbarnakjólinn ( ég strákamamman elskar að prjóna kjóla haha ) Millu á prjónunum.  Ungbarnakjólinn prjóna ég úr semilla fino sem er 100 % lífræn ull og er frá BC garn.
Þar sem ég var orðin pínu þreytt á því að prjóna bleika og fjólubláa kjóla þá valdi ég blá / blágrænan í þennan kjól. 

No comments:

Post a Comment