Translate

Monday, January 14, 2013

HafraklattarOhhh hvað þetta voru góðir hafraklattar sem ég bakaði fyrir jólin.  Fann uppskriftina á matarblogginu Eldhússögur úr kleifarselinu.  Þetta blogg er skrifað af Dröfn og hún kemur með æðislegar uppskriftir, bæði matar og baksturs. 

Mig hefur lengi langað að baka mina eigin hafraklatta því mér blöskrar eiginlega verðið á hafraklöttunum í bakaríum og kaffihúsum.  Þessi uppskrift olli mér ekki vonbrigðum frekar en aðrar uppskriftir frá eldhússögum.

Hérna er uppskriftin.

Sjáið þið þessar sætu servéttur og sæta hreindýrakertið ?
 
 
 
Hérna sést svo fallega skálin sem ég fékk í jólagjöf frá Önnu Maríu.
 
 
Sæta hreindýrakertið sem ég keypti fyrir jólin í Rúmfatalagernum.
 
Hafið þið prófað þessa klatta?  Finnst ykkur hafraklattar góðir.  Ég bakaði 2 gerðir, önnur með rúsínum og hin með súkkulaði, hvor myndi ykkur finnast betri ?
 


2 comments:

 1. Ég myndi segja bæði ;) vil bæði rúsínur og súkkulaði.
  Kv,
  Björg

  ReplyDelete
 2. Takk fyrir hrósið, gaman að þér líkar uppskriftirnar mínar! Ég kíki líka reglulega á síðuna þína. Ég get þó lítið annað en dáðst að prjónafærslunum. Á mínum prjónaferli er bara hálfur trefill sem ég byrjaði á fyrir 20 árum! :)
  Þessir hafraklattar eru í uppáhaldi, þeir eru eiginlega hættulega góðir! Mér finnst langbest að nota bæði rúsínur og súkkulaði, samt alls ekki of mikið af rúsínum ... það er hins vegar aldrei hægt að nota of mikið af súkkulaði!

  ReplyDelete