Translate

Monday, January 7, 2013

Vika 1

Í viku eitt eldaði ég eftirfarandi rétti.

Ég var búin að pósta fiskiréttinum sem ég fann hjá henni Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir .  Kára Steini fannst þessi réttur æðislegur enda er hann fiskmaður mikill en Víkingur var ekki hrifinn , hugsanlega full mikið af karri fyrir hans smekk :)

Áramótaheitið var að elda 3-4 sinnum í viku þannig að þá var komið að því að finna hina 2-3 réttina sem ég ætlaði að elda en þar sem vika 1 hjá byrjaði frekar seint ( vegna veikinda og árið byrjaði ekki fyrr en á mánudagi og ég byrjaði ekki að elda fyrr en á fimmtudegi ).  Föstudagurinn var bíó kvöld, þá var það laugardagskvöld og sunnudagskvöld ( sem var þrettándinn ).

Á laugardeginum ákvað ég að hafa kjúklingarétt.  Þessi réttur var fyrir valinu , kjúklinga- og kartöflugratín.  Ég fylgst með þessum bloggara í smá tíma en aldrei prófað neitt frá henni fyrr en núna.  Hér er bloggið hennar http://birnumatur.blogspot.com/ og svo er hún einnig með annað blogg sem er líka skemmtilegt  http://www.krokurinn.blogspot.com/.

Kjúklingarrétturinn var mjög góður.  Strákarnir borðuðu hann með bestu lyst nema Vikingi fannst þetta gula ( Kúskúsið ) ekki gott hehe og ekki kartöflurnar ;)  En hinn borðaði þetta mjög vel og fannst þetta gula einmitt mjög gott hehe.

Uppskriftin

Kjúklinga- og kartöflugratín



4 stk kjúklingabringur
2 dl sýrður rjómi
1 msk dijon sinnep
svartur pipar
grænmetissalt
arabískt kjúklingakrydd frá pottagöldrum

Byrjið á að skera bringurnar í bita og setja í skál. Blandið síðan restinni af hráefnunum saman við og látið standa.

Sæt kartafla
Kartöflur
Rauðlaukur
1/4 l rjómi
1 piparostur

Létt steikið kartöflurnar og rauðlaukinn. Færið síðan yfir í eldfast mót. Skerið piparostinn í litla bita og setjið ásamt rjómanum á pönnuna. Þegar osturinn hefur bráðnað setjið þá kjúklinginn saman við og eldið í stutta stund. Hellið síðan blöndunni yfir kartöflurnar, stráið rifnum osti yfir og eldið í 30 mín við 180°C.

Gott með kúskús og salati.

Túrmerik kúskús

Byrjið á að setja 1 og hálfan bolla af vatni í pott, setjið smá ólívuolíu, 1 tsk túrmerik og grænmetissalt útí og látið sjóða. Slökkvið undir og setjið þá 1 og hálfan bolla af kúskús í vatnið og látið það taka í sig vökvann. Hrærið síðan vel saman og setjið undir vægan hita ef það er ennþá mikill vökvi.

 
Ég byrjaði á þvi að blanda saman 2 dl af sýrðum rjóma, 1 msk af dijon hunangssinnepi ( af þvi ég átti ekki venjulegt dijon sinnep ), kryddaði það með kjuklingakryddi, ( átti bara venjulegt kjúklingakrydd en ekki arabiskt og ég ætla að reyna að nota sem mest af þvi sem ég á fyrir þannig að það var bara látið duga ) grænmetissalti, svörtum pipar.  Síðan skar ég niður kjúklingalundir og blandaði þeim saman við og lét það standa meðan ég gerði afganginn.
 
Ég skar niður sætukarftöflurnar og venjulegar kartöflur.  Þar sem ég er voðalega lítið fyrir lauk þá á ég hann sjaldan til hér heima nema þegar eiginmaðurinn minn ástkæri hafi keypt hann ( sem var ekki núna ) þannig að ég notaði bara afganginn af púrrulauknum síðan á laugardaginn :). Steikti þetta á pönnu með smá ólívuolíu.  Setti það síðan í eldfast mót.
 
Skar niður piparostinn góðan og bræddi saman við rjóma ( næst ætla ég að nota matreiðslurjóma eða grænmetisrjóma - bara af þvi það er dálítið fituminna haha ), Setti kjúklingablönduna saman við þegar rjóminn var alveg bráðnaður og lét þetta malla aðeins saman meðan Kjúklingurinn var að eldast smá.  Síðan var þessu hellt yfir kartöflurnar í eldfasta mótinu :)  Stráði rifnum osti yfir og inn í ofn við 190°C , átti samkvæmt uppskriftinni að vera 30 mín en kartöflurnar voru ekki tilbúnar þá þannig að það var inni aðeins lengur en það.
 
Með þessu var ég með kúskús.  Sauð 1 og hálfan bolla af vatni með smá olíu, grænmetissalti og 1 tsk af túrmerik.  Þegar þetta var farið að sjóða hellti ég 1 og hálfum bolla af kúskúsi út í vatnið og fékk þetta fallega gula kúskús. 
 
 


No comments:

Post a Comment