Translate

Sunday, January 13, 2013

Vika 2 í áramótaheiti 1..

Eins og ég hef öööööööööööööörsjaldan nefnt hér áður þá er ég með áramótaheiti ( fleiri en eitt ) og það er að elda fyrir fjölskylduan og mig 2-4 sinnum í viku.  Ég ætla að reyna að skipta þvi niður þannig að það verður fiskréttur 1 sinni í viku ( og þá helst að ég eldi hann frá grunni sjálf en kaupi hann ekki tilbúin hjá fisksala ), kjúklingur einu sinni i viku og pasta eða grænmetisréttur einu sinni í viku eða bara bæði hehe. 

 Fiskréttur vikunnar var i auðveldari kantinum en hann var mjög góður.  Eins og sjá má á linkinum sem ég merkti hér áðan þá keypti ég fiskréttinn þessa vikuna en það var aðallega vegna tímaskorts og það má alveg öðru hvoru..

 
Kjúklingaréttur vikunnar var Satay kjúklingasalat.  Það er alls ekki flókið.  Ég setti spínat i skál og yfir það skar ég kirsuberjatómata og rauða paprikku, svo setti ég fetaost yfir þetta.  Með þessu bar ég fram kúskús með miðjarðahafsívafi ( keypti þannig pakka úti í búð- mjög gott ) og svo blandaði ég saman satay sósu og kókosmjólk og notaði sem sósu. 

Víkingur Atli og Kári Steinn skáru niður tómatana og paprikunar þennan rétt og þeim fannst maturinn rosalega góður.  Kari Steinn er sérstaklega ánægður með kúskúsið.

 
 
Sætu strákarnir mínir við matarborðið, þetta kvöld voru þeir miklir vinir og vildu sitja á sama stólnum við matarborðið.  Þarna eru þeir svo uppteknir af því að horfa á spegilmynd sína í glugganum á móti þeim að þeir höfðu ekki tíma til að horfa til mín.No comments:

Post a Comment