Translate

Tuesday, August 6, 2013

Ferðafélagar

Fyrir nokkrum árum fór móðursystir min í göngutúr ;)  í Frakklandi.  Reyndar var þetta meir en bara göngutúr þvi hún gekk jakobsveginn eða um 800 km eða meir ( man það ekki alveg ).  Þar kynntist hún 5 frábærum einstaklingum og hafa þau verið í góðu sambandi síðan.  Í fyrra fór hún ásamt mömmu og hitti ferðafélaga sína í Belgíu og var hópurinn orðin
aðeins stærri.  Þar var ákveðið að hittast 1 sinni á ári í heimalandi þeirra en þessi hópur er frá Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Íslandi.  Var ákveðið að í ár myndu þau hittast hér á fróni. 15 manns var samankominn heima hjá mömmu um daginn og bað mamma mig um að baka fyrir sig köku til að hafa i desert.

Ég samþykkti það en auðvitað varð kakan ekki eins og hún átti að vera þannig að nú voru góð ráð dýr og ég skellti í aðra köku með stuttum fyrirvara en hún heppnaðist líka svona vel.


Útkoman varð púðursykurmarengs með sítrónucurlikremi og rjóma.  Sumarleg og sæt.



No comments:

Post a Comment