Translate

Sunday, August 25, 2013

Ungbarnapeysa



Hekla systir mín var að eignast barn.  Yndislegur drengur kom í heiminn 30 júlí.    Ég hef lánað henni nokkra hluti sem við áttum eftir strákana, ungbarnabala, skiptiborð og sitthvað fleira.  Mikið er ég fegin að það er hægt að nota þessa hluti :)í  Það er svo skemmtilegt þegar börn fæðast í þennan heim, yndisleg tilfinning.   Ég var búin að prjóna bæði kjól handa henni ef hún skyldi eignast stelpu og svo peysu ef hún skyldi eignast strák. Svo var bara spennan hvor pakkinn yrði fyrir valinu.

 Hérna er kjóllinn

Og hér er peysan 


Og hér getið þið fylgst með ferlinum á peysunni
Ég notaði Yaku garn frá litlu prjónabúðinni.  Þetta er ullargarn sem má þvo i þvottavél og ég ákvað að hafa peysuna brúntóna.
Uppskriftin sem ég ætla að notast við er frá Tinnu ÝR nr 41, uppskrift 1.

Verður spennandi að sjá hvernig þessi mun líta út :)

Sko ég var búin að velja þessa liti en þessi karryguli var ekki alveg að gera sig nuna þannig að ég fór og skipti
fékk grænan í stað karrygula.


Ég nota HiyaHiya prjóna nr 2,5.
Önnur ermin langt á veg komin
og hin líka

Búkurinn tilbúinn

Ermarnar að sameinast búknum.   
Hálfnuð með munstrið
Nærmynd af munstrinu




  Hvernig finnst ykkur svo útkoman?  

No comments:

Post a Comment