Translate

Wednesday, August 14, 2013

2 ný verkefni

Verkefnin mín eru búin og þá er að finna sér ný verkefni.  Ég á svo svakalega mikið af léttlopaafgangi og fann barnapeysu í Lopa 31 sem heitir Sara.  Sniðið á peysunni er ansi stelpulegt en með þvi að laga það þá get ég notað allan þennan bláa lopa sem ég á.  Þannig að afgangspeysa varð fyrir valinu.


Hér eru allir litirnir sem fara í þessa peysu.

Þar sem ég get ekki verið með bara eitt verkefni þá byrjaði ég á einni afmælisgjöf handa frænku strákana.


Hér eru litirnir i afmælispeysuna, bleiki er aðalliturinn.  Þetta er 100 % merinoull, afskaplega mjúk.

No comments:

Post a Comment