Translate

Tuesday, August 20, 2013

Háafell

Á leiðinni heim í bústaðinn úr Húsafelli komum við við á Háafelli í Hvítársíðu.  Mjög skemmtilegur staður.  Eini staðurinn sem er að rækta íslensku geitategundina sem er í útrýmingahættu.  Við fengum að skoða geiturnar og klappa þeim og svo er líka hægt að styrkja geit.

Kári Steinn fékkst ekki til að vera á mynd enda hræðist hann allt sem hefur fleiri fætur en 2.  Hann fékkst þó til að klappa einum kiðlingi eftir að hann fékk að vita að hann fengi nammi i verðlaun !


Víkingur hinsvegar var alveg til i að sitja fyrir ásamt þessum gæfa kiðlingiYndislegur dagur og allir vel þreyttir þegar í bústaðinn var komið og þá komu þau amma Ása og Benni þannig að það var fjör í bústaðnum.

No comments:

Post a Comment