Translate

Thursday, August 15, 2013

Hraunfossar og barnafoss

Við skruppum og skoðuðum barnafoss og hraunfossa í Munaðarnesferðinni okkar. Fint ferðaveður sem við fengum og við erum búin að komast að þvi að strákarnir okkar eru mjög góðir í bíl í lengri ferðalögum :)

Ég hef farið þarna margoft og alltaf eru þeir fallegir þessir fossar.  Ég hef samt aldrei farið þarna með strákana.  Lofthrædda ég og vitandi af glannaskap strákana minna  þá fengu þeir ekki að fara neitt án þess að halda í hendina á mér eða Kidda.  Reyndar fannst mér þetta grindverk sem er á fyrstu myndinni alls ekki barnhelt og þyrfti að bæta mun betur.
1 comment:

  1. Mikið eru þetta skemmtilegar myndir hjá þér og þessi staður er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég er svo sammála þér um girðingarnar og önnur öryggisatriði - lofthrædda ég fæ alveg í magann á svona stöðum ;)
    Vildi bara skilja eftir smá spor, kíki oft hingað inn en er ekki nógu dugleg að kvitta !
    kveðja að austan,
    Halla

    ReplyDelete