Translate

Wednesday, September 5, 2012

Afmælið hans Víkings


Eins og ég hef sagt frá þá var hér afmæli um helgina og ég var búin að segja frá kastalakökunni.    Hérna koma restin af kökunni.  Það varð smá umræða hjá okkur hjónunum hvort ég væri búin að baka of mikið eða hvort þetta væri passlegt.  Ég viðurkenni að kastalinn var yfirdrifinn haha en góður var hann.

Eini afgangurinn sem varð eftir var hindberjakakan.  Fólkið eitthvað hálfhrætt við hana, skil það bara ekki því hún var ÆÐI.

 
Þessar kökur voru fyrir fullorðna fólkið og þau voru mjög ánægð að fá nammi köku fyrir sig hehe.
 

Afmælisbarnið bakaði þessa köku, rosalega góð og sæt.  Hann er alveg framúrskarandi bakari og verðandi kökugerðarmaður.

No comments:

Post a Comment