Translate

Tuesday, September 4, 2012

6 ára.....

 
.... afmæli eldri sonarins var haldið hátíðlegt um helgina.  Drengurinn fékk að ráða kökunni ( minnið mig á að setja einhvert val næst haha ) og hann valdi kastala með riddurum og dreka !!!  Í fyrra vildi hann fá sjóræningja og hann fékk þá þessa hérna köku

Ég er nú þannig að mér þykir skemmtilegt að hafa afmæliskökuna i stil við diska og glös og leitaði því um allt að diskum og glösum með sjóræningjum.  Fann loksins i partýbúðinni playmosjóræningjaglös og diska ( það var staðsett í útsöluhorninu því þau voru að hætta með þetta ).  Mikil gleði hjá mér því sjóræningjar voru greinilega ekki i tísku það árið..  Hentaði mér líka pryðilega þvi þa notaði ég bara playmokarlana hans til skreyta borðið.

Jæja allavegana nú var það kastali, riddarar og dreki !  Aftur byrjaði ég að leita út um allt, allar matvörubúðir, kökubúðir, partýbúðir, engir kastalar, engir riddarar og engir drekar.  Hmmmm hinsvegar var allt í sjóræningjum.  Þá veit ég það að á næsta ári verður líklega aðalþemað riddarar og drekar hahahaha.  Það voru sem sagt partýdiskar  og þess háttar fyrir krakkana, ég keypti svo ekta plastglös í söstrenes grene sem strákarnir geta svo notað áfram.  Krakkarnir voru nu ekki mikið að kippa sér upp við þetta :)  Kastalinn var svo skreyttur með gúmmidreka sem ég keypti í Toysrus og playmoriddurum frá hinum ýmsu löndum og tímabilum hehe.  Strákurinn var allavegana MJÖG ánægður og krakkarnir ánægðir. 


Þessi kastali er mjög gamall og slitinn, hefur orðið fyrir mörgum árásum en stendur samt uppi og aldrei verið sigraður :) 
 

No comments:

Post a Comment