Translate

Monday, September 24, 2012

Dansi dansi dúkkan mín....

Ákvað að prófa eitthvað nýtt og fitjaði upp fyrir kjól á dúkkuna hans Víkings Atla ( tengdamamma keypti þessa dúkku í Tyrklandi þegar ég var ófrísk af Víkinginum ). Hafði fengið dukkufatablað frá einni í prjónahópnum mínum og þar á forsíðunni var æðislegur kjóll og frekar auðveldur að prjóna.

 
Auðvitað varð ég að prjóna sólhatt á dúkkuna lika.  Þessi dúkka er alveg frábær og svipurinn yndislegur :)
 
 
 
Jæja hvað segið þið, inn eða út? 
 
Mig vantar eiginlega babydoll dúkku, þannig að ef þið vitið um einhverja sem fæst ódýrt eða gefins þá væri ég alveg til í hana :)
 
Knús í krús Prjónarós
 
 
 

No comments:

Post a Comment