Translate

Tuesday, September 11, 2012

Skrapp.....

..... ekki i bæinn hehe heldur föndrið skrapp.  Elska það, hef því miður ekki haft tækifæri á að leika mér í skrappinu undanfarna marga, marga mánuði en vonandi verður breyting á bráðum ( ég hef reyndar sagt það í langan tíma ).  Ég býð eftir aðstöðu fyrir mig þar sem eg get skipulagt dótið mitt og gert fallegt albúm fyrir Kára Stein.  Ég gerði albúm fyrir Víking Atla og er aðeins byrjuð fyrir Kára Stein.  Þetta er svo gefandi, skemmtilegt og róandi og skapandi.  Reyndar ansi dýrt áhugamál en fallegt getur það orðið.

Hérna koma nokkrar af mínum síðum úr fyrsta albúminu hans Vikings.
 
Forsíðan á fyrsta albúminu

 
Ég var svo bjartsýn að halda að fyrsta árið kæmist fyrir í einu albúmi hahahaha
 
 
Tilhlökkun, fór í bumbumyndatöku og var mjög ánægð með árangurinn
 
 
Fyrsta fjölskyldumyndin.
 
 
Fyrsta sinn sem ég fékk að halda á Víkinginum mínum
 
 
Yndið mitt
 
Eru fleiri i skrappinu?  Ég mun setja fleiri síður inn seinna læt þetta duga i bili.
 
Knús í krús
Prjónarós
 

1 comment:

  1. Já ég hef líka verið í skrappinu en hef ekkert gert í því í langann tíma

    ReplyDelete