Translate

Friday, September 14, 2012

Besti staðurinn......

Kári Steinn , yngri sonur minn, á sinn uppáhaldsstað.  Ef við vitum ekki hvar hann er þá er nokkuð víst að við finnum hann á staðnum hans þar sem hann getur setið lengi vel og haft það huggulegt.

 
Hann fer upp i gluggakistuna sina og situr þar og fylgist með gangandi og keyrandi umferð fyrir utan hjá okkur.  Svo heyrist reglulega frá honum " Mamma, strætó " , " Pabbi, mótorhjól "  " ÁFRAM MÓTORHJÓL !".
 
 
Svo er líka gott að taka með sér skemmtilega bók og lesa aðeins í rólegheitunum.
 
Knús í krús
 

2 comments:

  1. Ó hvað ég skil hann vel, þarna er örugglega notalegt að sitja og sjá allt sem er að gerast fyrir utan. En eruð þið samt ekkert hrædd við gardínusnúruna?
    Kveðja
    Kristín Sig.

    ReplyDelete
  2. Það er búið að festa hana í dag. Hann var samt ekkert að fikta í henni þegar hún var laus en við vorum meðvituð um slysahættuna meðan hún var.

    ReplyDelete