Translate

Monday, September 10, 2012

Úú....... úú......................

Uglur er nýjasta æðið hjá mér eins og svo mörgum öðrum.  Það er eitthvað við þær, stóru augun, sögurnar um það hve klárar þær eru ( eins og ég hehehehehe ) og svo margt fleira sem er flott við þær og heillandi.

Uglubangsi sem mig langar að prjóna handa strákunum mínum.  Svo gott að knusa svona bangsa.


Yndislegt ugluvesti,  nú býð ég bara eftir því að einhver í kringum annað hvort panti svona vesti eða eignist lítinn dreng svo ég fái tækifæri að prjóna það :)

Æðisleg ugluhúfa sem ég fann inni á ravelry.

 
 
Svo má ekki gleyma fallega uglukjólnum sem ég prjónaði.
 
 
 
 

Hvernig finnst ykkur uglurnar? 
 
Endilega segið ykkar skoðun
 
Knús í krús
Prjónarós 

4 comments:

  1. Vesti, húfa....váááá....
    Verst ég er ekki að skilja prjónauppskriftir á enskunni.
    Flott síða hjá þér. Kíki reglulega og hef gaman af.
    kv. Eybjörg.

    ReplyDelete
  2. Hekluðu uglurnar (mynd nr5) eru dásamlegar, eins og allar uglur :)
    Hvar fannstu þær? jii ég vona að það hafi fylgt uppskrift!

    ReplyDelete
  3. Helga : eg fann myndina inni á facebook, garnhulen dk. Þar inni a wall photos var myndin og fyrirspurnir um uppskriftir. Eg hef þvi miður ekki uppskriftina.

    ReplyDelete
  4. Rakst á bloggið og hef kíkt á það :) ég elska uglur og vááá það sem þú hefur fundið. Kjóllinn sem þú prjónaðir er svakalega flottur :)

    ReplyDelete