Þessar bollakökur eru ljómandi góðar og eins og stóð i uppskriftinni í bændablaðinu eru þær tilvaldar í lautarferðir næsta sumar eða bara til eiga þegar gesti ber að garði eða afmæli :)
Uppskrift
300g mars súkkulaði
50 g smjör
120g rice krispies
200g bráðið mjólkursúkkulaði
- Takið um það bil tuttugu muffinsform
- Skerið 200g af marsi i grófa bita og restina af marsinu í sneiðar
- Setjið grófu bitana í stóran pott ásamt smjörinu og bræðið yfir í lágum hita
- Takið af hellunni og hrærið rice krispie saman við.
- Deilið blöndunni í formin
- Bræðið súkkulaði og hellið ofan á og skreytið með mars sneiðum.
- Kælið í ísskáp í um það bil hálftíma.
- Auðvitað er líka hægt að setja blönduna i stærra form , þekja með súkkulaði, skreyta með Marsi og skera í litla bita.
No comments:
Post a Comment