Translate

Thursday, November 1, 2012

Loksins loksins

Loksins tókst mér það.  ...................... AÐ KLÁRA peysuna hennar Önnu Mariu.  Það var mikið, þessi peysa hefur verið leeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeengi í vinnslu , svo lengi að ég er farin að skammast mín fyrir það. 

Hér er peysan Land úr blaðinu Lopi Lopi 27.  Þar sem við ákváðum að vera með tölur þá lenti ég í vandræðum með að festa þær en það er nú kannski hægt að gera þetta fallegra seinna.

 
Önnu Maríu leyst ekki nógu vel á peysuna með þennan lista og ég var nú bara sammála henni i því.  Ég tók þvi listann af og setti segulsmellur i staðinn, hef aldrei prófað þær áður og er spennt að vita hvernig þær virka þegar farið er að nota peysuna.
 
Hér er peysan með smellununum.
Fram á :
 
Aftan á
 
 
Jæja hvernig list ykkur ?
 
Betra með smellunum eða listanum?
 
Knús i krús Prjónarós
 
 

No comments:

Post a Comment