Translate

Monday, November 19, 2012

Sætabrauðsdrengir

Fann þessa uppskrift í Gestgjafanum 2 tbl 2008.  Skemmtileg til að eiga og narta í.

24-26 stk

100g smjör, kalt i bitum
500g hveiti
1 tsk sykur
1 tsk salt
2 tsk þurrger
3 dl volg mjólk
1 egg

1 egg til að pensla með
1 dl sykur + 1-2 tsk kanill, blandað saman

  • Hitið ofninn í 200°C
  • Myljið smjör vel saman við hveiti.
  • Setjið hveitiblönduna, sykur, salt og þurrger i skál
  • Bætið mjólk og eggi út í og hnoðið í sprungulaust deig
  • Látið deigið lyfta sér í 1/2 - 1 klst og skiptið síðan íu 2 hluta
  • Flegið degið út og stingið t.d. með piparkökumóti i kökur.
  • Raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
  • Sláið egg sundur i skál og penslið kökurnar með eggjahrærunni og stráið kanilsykri ofan á.
  • Bakið í 8 mín.
  • Kökurnar eru bestar nýbakaðar en þær má gjarnan frysta.

No comments:

Post a Comment