Translate

Tuesday, November 20, 2012

Smákökur...........

Ég byrjaði á smákökunum í gær....................... já, já þær verða búnar löngu fyrir jól hahahaha en þær eru svooooo góðar.

Gerði lakkrís-súkkulaði-marengstoppa í gær og þeir eru æði.



Ákvað að nota loksins kökukrukkurnar sem ég keypti i sumar, 2 af 3 krukkum eru komnar í notkun núna.  Spurning hversu fljótt þessar kökur verða að klárast :)

Uppskriftin er einföld, fann hana utan á pokanum af Lakkrís kurli hjúpað súkkulaði frá Nóa Síríusi.

Nóa lakkristoppar

3 stk eggjahvítur
200g púðursykur
150g sírus rjómasúkkulaði
150 g nóa lakkrískurl

  • Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykur.
  • Saxið súkkulaðið smátt.
  • Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.
  • Látið á plötu með teskeið.
  • Bakið i miðjum ofni við 150°C í 15-20 mín.

No comments:

Post a Comment