Translate

Friday, December 7, 2012

Aðventukransinn


Mamma gaf mér þennan fallega aðventustjaka fra Georg Jensen fyrir nokkrum árum.  Ég dýrka hann, ég hef notað hann síðan sem aðventukransinn minn og lika við önnur góð tækifæri, Hægt að setja ská innan í hringinn og setja eitthvað gott þar eða bara hafa hann einfaldan og fallegan.

Í ár ákvað ég að skreyta hann sjálfan og lika setja skreytingu innan i miðjuna.  Hugmyndina fékk ég fór á jólaskreytingakvöld Blómavals í nóvember með Margréti Völu, vinkonu minni.  Reyndar kom ég mér ekki í það að búa hann til fyrr en á miðvikudagskvöldið. 

Ég notaði ýmisslegt sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og svo yndislega sveppi sem ég keypti í Blómavali.

Borðstofuglugginn okkar að kvöldi til
Aðventukransinn minn, er hann ekki flottur

2 comments:

  1. Hann kemur ótrúlega vel út. Ég á einmitt svona krans en hef aldrei skreytt hann en það er alveg spurning að gera það næstu jól. Má ég spurja hvernig þú hengir óróana upp yfir glugganum. Er í smá vandræðum með mína;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  2. Hjördís, takk fyrir þetta :)
    Við negldum nagla fyrir ofan lista sem er þarna fyrir ofan gluggann og hengdum óróana í þá.

    ReplyDelete