Translate

Monday, October 7, 2013

Blámi

Víkingurinn minn stækkar með miklum hraða þessa dagana og allt í einu tók ég eftir því að hann var vaxinn upp úr nær öllum þykku peysunum sínum.  Þannig að ég fór á stúfana til þess að finna peysu fyrir drenginn og auðvitað vildi ég prjóna peysuna handa stóra stráknum minum.  Þar sem litla prjónabúðin er næstum þvi við hliðin á vinnunni hans mannsins míns þá er afskaplega freistandi að kíkja þangað öðru hverju :)

Ég fann þessa peysu þar


Ég valdi þessa liti.Stroffið tilbúið

1 hnykill af gráu búinn

Búkurinn, önnur ermin og byrjuð á seinni erminni búinn

Munstrið á peysunni búiðPeysan búin en hettan eftir.

Ég var svo sannfærð um að þessi peysa væri akkúrat á Víkinginn minn.  Mikið hafði ég rangt fyrir mér hehe,  Þessi peysa er nú heldur stór fyrir drenginn minn þannig að ég býst við að hún muni duga honum næsta árið hehe.

Rennilásinn kominn og einungis eftir að klára hettuna.


Kem svo vonandi fleiri skemmtilegar myndir af þessum fallega strák í peysunni.

Kær kveðja Prjónarós

1 comment: