Translate

Wednesday, October 9, 2013

Bræður :)

Um daginn fórum við í fallega skírn hjá honum Stefáni Orra.  Foreldrar hans og sytkini buðu okkur í skírnina sem átti sér stað í Laugarneskirkju og svo var boðið upp á kaffi ( og gos og safar ) og kökur á kaffi Flóru.  Mjög skemmtilegt allt saman og veitingarnar æðislegar.  Stefán Orri stóð sig mjög vel  og er nokkuð ánægður með nafnaval foreldra sinna.

Á leiðinni heim komum við fjölskyldan við í grasagarðinum og þar náðust í þessar hér myndir


Bræðurnir að styðja hvorn annan til að komast framhjá gæsahópnum.  Sá stutti var og er ekkert allt of öruggur með sig nálægt dýrum og sá eldri er duglegur að styðja hann og hvetja áfram.  Víkingur er nefnilega hættur að vera hræddur við dýr eða svo segir hann ;)


Sloppnir :)
No comments:

Post a Comment