Translate

Monday, November 4, 2013

Langt síðan seinast

Nei elskurnar mínar ég hef ekki gleymt ykkur en lífið og skólinn hefur verið að þvælast fyrir hehe.  Ég byrjaði í læknaritaranum í haust og það er nóg að gera i lærdómnum ( 8 ár síðan ég var seinast í skóla þannig að ég var ansi ryðguð í þessu ).

Við fórum í stórskemmtilegt hrekkjavökubarnaafmæli um daginn.  Vikingur var fljúgandi emil í kattholti og Kári Steinn var blettatígur.  Ég ákvað að hrista rykið af kortadótinu minu og búa til 2 kort handa afmælisbörnunum.  Þau Sólvegi og Sindri voru að halda upp á 7 og 5 ára afmælin sín og það með myndarbrag :)


Kortið handa Sólveigu Birtu, notaði bara það sem ég átti enda hef ég ekki keypt mér neitt í kortagerðina heillengi.
Hérna er svo kortið hans Sindra Gústafs.


Knús i krús

1 comment:

  1. Sæl, alltaf gaman að rekast inná ný blogg. Æðisleg kort hjá þér :)

    ReplyDelete