Translate

Monday, November 11, 2013

Vöfflur

Víkingur Atli var veikur seinasta mánudag og þriðjudag.  Á mánudaginn hafði hann beðið um að fá að baka vöfflur.  Ég gat auðvitað ekki annað en orðið við þeirri bón enda langaði mig líka pínulítið í vöfflur hehe.  Við fundum þessa uppskrift hér á netinu, nánar tiltekið á þessari síðu hér matarbok.is.


Hráefni
2stkegg
1msksykur
250grhveiti
1tsklyftiduft
1tskvanilludropar
3 ½dlmjólk
80grsmjörlíki
Aðferð
  • Egg og sykur þeytt fyrst saman
  • Þurrefnunum blandað saman ásamt mjólk og bræddu smjörlíki
  • Að lokum er vanilludropum blandað saman við
Það tók ekki langan tíma að skella þessu saman í hrærivélina og baka nokkrar vöfflur.  Við gerðum þó bara hálfa uppskrift en það var nóg handa okkur tveimur.



Eg læt fylgja nokkrar myndir af bakarnum minum en þær voru teknar eftir hans beiðni hehe.

Fyrst ein grettumynd

Svo ein falleg mynd


Svo aftur grettumynd

Kveðja 





No comments:

Post a Comment