Translate

Thursday, November 14, 2013

Ungbarnahúfa úr Yaku garni

Yaku garnið er orðið eitt af mínu uppáhaldsgarni og það er yndislegt að prjóna úr því.  Ég er pínu mikill safnari af því sem ég tek mér fyrir hendur hvort sem það er skrapp, kortagerð, prjónadót, garn, baksturdót eða bara það sem er eitt af mínum áhugamálum þessa dagana.


Ég átti þetta garn hér og vildi endilega gera eitthvað við það í stað þess að láta það bara liggja inni í skáp og engin gæti notið þess að horfa á það.  Fann sæta uppskrift í einu tinnublaðinu og ákvað að þessi hnykill ætti að vera að húfu.

Nú er hún loksins tilbúin og komin í sölu kassann minn.  Ef einhverjum lýst vel á hana þá er hún til sölu hjá mér.Að öðru þá bjó ég til mjög gott spagetti um daginn.  Ég hafði verið að skoða netið eins og svo oft áður og var á höttunum eftir nýrri uppskrift og fann uppskrift af milljón dollara spagetti.  Strákarnir voru mjög hrifnir af þessu og við hin lika.  Hver veit nema ég breyti uppskriftinni aðeins og hafi þennan rétt aftur á vikumatseðlinum..


No comments:

Post a Comment