Translate

Wednesday, November 13, 2013

Skrifstofuglugginn minn

Ég hef verið að vinna í litlu skrifstofunni minni undanfarna viku eða á meðan ég hef verið að leika hjúkrunarfræðing hér heima með alla veikindapésana mína ( ég er eiginlega alveg hissa á því að ég hef ekki sjálf orðið veik ).  Gluggakistan er orðin voðalega sæt, Skrifborðið komið á sinn stað og prentarinn kominn nær tölvunni.  Ég fékk þetta flotta saumaborð frá ömmu minni heitinni og það er komið á góðan stað og þið fáið að sjá mynd af þessu öllu saman þegar ég er búin að klára að laga til i hillunni.  En hér koma nokkrar myndir af gluggakistunni minni.


Limmðann í gluggann fékk ég í Tiger fyrir löngu.  Húsin eru kertabakki sem ég fékk um daginn í hagkaup, uglurnar eru héðan og þaðan og sveppirnir úr söstrenes grene.  Krosskrukkan er kertakrukka með fallegum poka utan um sem við fengum þegar Stelpurnar okkar dóu.




Svo eru hér 2 eftir að sólin fór niður.


Knús i hús eða krús


Koma áreiðanlega inn myndir þegar skrifstofan er orðin tilbúin.  Allavegana fyrir jól, fyst ætla ég að klára prófin í skólanum.




No comments:

Post a Comment