Translate

Friday, October 4, 2013

Októberáskorunin i Hnoðrum og hnyklum

Ég hélt áfram með garnið sem ég notaði i septemberáskorunni.  Þar notaði ég lanettull enda á ég nóg af því. 

 Hér er mynd af útkomunni úr september 


Hérna er garnið sem ég notaði í októberáskorunni


Húfan sem ég gerði

Hún var reyndar óþvegin þegar ég tók myndina

Hér eru september og október saman


Októberverkefnið uppfyllir 2 af þessum skilyrðum sem 6 af 12 verkefnum eiga að uppfylla.  Reyndar telst bara 1 á hvert verkefni og þar sem septemberverkefnið var með tvíbandaprjón ( og þetta hér lika ) þá er ég svo heppin að húfan uppfyllir annað skilyrði.  Það er bæði hekl og prjón í því.  Bandið á húfunni er heklað :)



  •  Afgangar: verkefnið þarf að vera að mestu leyti úr afgöngum.
  •  Í verkefnið þarf að nota annað hvort gataprjón eða kaðlaprjón.
  •  Í verkefninu þarf að vera tvíbandaprjón.
  •  Í verkefninu þurfa að vera a.m.k. fjórir litir.
  • Verkefnið (eða hluti þess) þarf að vera röndótt eða köflótt.
  • Í verkefnið þarf að nota einhvers konar lopa.
  • Í verkefninu þurf að vera myndprjónuð blóm eða ber.
  • Í verkefninu þarf að vera öðruvísi stroff (ekki 1x1 eða 2x2)
  • Í verkefnið þarf að nota sjálfmynstrandi garn (má vera handlitað).
  • Í verkefnið þarf að nota bæði hekl og prjón. 







  • No comments:

    Post a Comment