Translate

Friday, September 27, 2013

Hindberjasósa.

Munið þið eftir þessari hér sem ég sýndi ykkur í gær? 


Ég sá í sama blaði æðislega uppskrift af hindberjasósu sem passaði alveg við þessa köku.

Hindberjasósa, ( Coulis) 
 uppskrift úr Gestgjafanum 9 tbl. 2013 )

500g frosin hindber
2 dl sykur
3 dl vatn
safi úr 1 sítrónu

  • Setjið allt saman á pönnu
  • Hitið að suðu og látið malla við meðalhita í uþb 10 mín
  • Takið af hellunni og látið kólna
  • Maukið í matvinnsluvél og þrýstið síðan gegnum sigti.
  • Geymist í 4-5 daga í kæli




No comments:

Post a Comment