Translate

Wednesday, September 18, 2013

Afmæliskakan hans Víkings Atla 7 ára

Þegar ég spurði Víking Atla hvaða þema hann vildi hafa í afmælinu sínu var hann með það alveg á hreinu.  Hann vildi hafa fótboltaþema ! enda hefur hann farið á flest alla fótboltaleiki Stjörnunnar með pabba sínum í sumar.
Ég fann svona líka fint mót í búðinni allt í köku og akvað að nota það til að gera boltann.
Svo var það Betty vinkona mín sem skaffaði degið í þetta sinn.  Strákurinn var allavegana alsæll með utkomuna.

Súkkulaðikaka, notaði betty crocker en það hefaðist ekki sem skyldi og því varð boltinn eiginlega eins og bauja haha.  Vanillukrem á milli.


Vanillukrem utan um og svo sykurmassa sexhyrningar raðað utan um.


Meira um kökuna.  Undir boltann þá þurfti ég að hafa einhvern botn því boltinn sjálfur var aðeins of lítill fyrir alla :)  Barnafmæli og þá lá beinast við að hafa rice krispie köku undir með bananarjóma og karamellu ofan á.
No comments:

Post a Comment