Translate

Thursday, September 26, 2013

Hindberjakaka

Ég fann þessa uppskrift í gestgjafanum.  Ég vissi þegar ég fann þessa uppskrift að ég yrði að baka hana og hafa hana í afmælinu hans Víkings Atla.  Af hverju er spurt?  Jú það voru hindber í henni og hún virkaði mjög girnileg.  Reyndar fann ég 2 villur í uppskriftinni en það kom ekki að sök.


Hindberjaterta með heslihnetum  ( uppskrift úr Gestgjafanum 9 tbl. 2013 )
Fyrir 10 -12

Botnar :

125g heslihnetur
4 eggjahvítur
250g sykur
1/2 tsk edik
1 tsk vanilludropar

Fylling :

4-5 dl rjómi
300g hindber
2 msk flórsykur

  • Hitið ofninn í 190°C.
  • Saxið heslihneturnar frekar gróft, best er að saxa þær á bretti svo þær verði jafnari en matvinnsluvél er líka í góðu lagi. ( Ég keypti þær bara saxaðar niður haha )
  • Ristið hneturnar á pönnu og kælið þær aðeins.
  • Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að stífna.
  • Setjið sykur út í eina skeið í einu og hrærið í á meðan.
  • Hrærið 2 -3 mín í viðbót eftir að sykurinn hefur samlagast.
  • Bætið þá ediki og vanilludropum saman við.
  • Smyrjið 2 22 cm lausbotna form með olíu og skiptið deginu á milli þeirra.  Bakið botnana í 35-40 mín. ( ég breytti þessu reyndar og setti allt degið í einn botn og gerði 2 botna, fannst botnarnir koma fallegri út þannig ).
  • Þeytið rjómann, maukið helminginn af hindberjunum og blandið saman við hann ásamt flórsykri.
  • Leggið botnana saman með helmingnum af rjómanum og setjið restina af rjómanum ofan á.


No comments:

Post a Comment